Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

fimmtudagur, mars 12, 2009

 

Send me an email, tell me about the love you found


Hér eru tvö uppáhaldslögin mín með Television Personalities þessa dagana og undanfarið, áður og enn. Þau eru bæði falleg á sinn máta hvort, annað naívt og þannig meir en hálf-ljóðrænt, hitt martraðarkenndara í skriftastólnum, skriftasímanum.

Það eru meir en 20 ár á milli laganna, eru raunar aðrar hljómsveitir, bara Dan Treacy sem límir þetta, að það sé yfirhöfuð hægt að tengja, og þá er það bara það, hér flytur Dan Treacy tvö alls óskyld lög, sem ég hnýti saman því hann samdi og syngur: það er samt langt á milli enn. Það má auðveldlega sýna frammá skemmtilega þróun TVPs, en það væru önnur lög og kannski betri, frægari. Amk eru þetta tvö lög TVPs sem heita ekki eftir Syd Barrett eða Woody Allen, eru ekki bókstaflega um pönk eða djönk, heldur hin hliðin, sem mér finnst fallegri, áhugaverðari. Punktur.

Television Personalities – My dark places ('06)

Television Personalities – If I could write poetry ('82)

Á næstunni dettur mér til hugar að skella inn lögum með eins ólíkum listamönnum og Townes Van Zandt, Gregory Isaacs, Leroy Brown, Lee Moses, Warren Zevon, Denim, Neil MacArthur/ Colin Blunstone, Stefáni frá Möðrudal, Robyn Hitchcock, Doris Troy, Bettye Swann, Dave Kusworth. Ef ég nenni og nenni.)


Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]