Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

miðvikudagur, mars 11, 2009

 

“When we refuse to suffer, when we refuse to feel,

that's when the anti-depressant wins
and the fresh air in the world lose.

Það er vísast að við Erla förum ekki á Jonathan Richman, þótt mikið langi, ekki vegna þess að miðarnir séu dýrir heldur vegna þess að flugmiðarnir eru dýrt spaug. Tímasetningin, í miðri viku, er okkur líka í mót, auk annars, voða fáar flugur aðrar að slá og svona.

Hér er A Plea For Tenderness af live-plötunni sem dr. Gunni nefndi í gær. Það finnst mér magnað, það einsog blanda af uppáhalds Modern Lovers lögunum mínum, Hospital, I'm Straight og Girlfriend (ég nefni ekki Roadrunner, það er óþarfi). Alltaf gaman að finna ný lög með hljómsveitum sem maður hélt að væru blóðmjólkaðar. Það er auðvitað allt annar hljómur í þessu en því sem hann er að gera núna, ég aðhyllist samt ekki þá skoðun að maður geti bara verið annaðhvort hrifinn af proto-pönkinu eða leikskóla-rokkinu eða flamenco-gríninu, ég fíla það sem er gott. Og þetta er gott. Eðall. (Auðvitað er Modern Lovers platan það albesta sem hann gerði og leitt að hann beri sjálfur ekki gæfu til að skilja það – en það skil ég svosem líka.)

A Plea For Tenderness

Síðasta plata Jonathans, Because Her Beauty is Raw and Wild, er stórfín, fullt af fínum lögum, einsog þetta að neðan, sem fara beint í mjaðmirnar á manni, dilli-lög eða eitthvað. Það er raunar í pörtum, þetta er sá síðari, hann er lengri og betri á einhvern hátt sem ég nenni ekki að skilja. Ágætur texti, fyndnari en nafnið gefur til kynna.

When We Refuse to Suffer

[Ég fékk mér einhvern account á netinu sem virkar í 14 daga held ég, kannski að ég haldi þessu eitthvað áfram, leki einhverju öðru inn. Ég er enn með linkinn á alla tónleikaplötuna ef vill.]

Svona sem disclaimer þá er ég bara að færa þessi lög upp á borðið, til að gera kannski aðdáanda úr einhverjum – þá hefðu það kannski átt að vera önnur lög, hmm. Ég mæli samt algjörlega með Jonathan, hann er valdur að uppáhaldstónleikunum sem ég hef séð, held ég bara núna heltekinn af pirringi að sitja heima etc.

Njótið meðan njótt er.



Edit: Hmm, það er þá þannig sé ég að það verður að ýta á linkinn og fara rétt nett eitthvað annað um stundarsakir, ég fæ ekki að linka beint á skjalið, lagið..


Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]