Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

þriðjudagur, apríl 28, 2009

 

Orkt utangarðs

Ljóð, orkt utangarðs

Ég veit að ég er einhvern veginn öðruvísi en hinir,
sem alla daga mánaðarins vinna fyrir sér.
Og þessvegna er ég hæddur, því harla fáir vinir
hylla mann, sem utangarðs þjáning sína ber.
Því hverjir eru vinir þess, sem veltir vösum tómum,
sem vanrækir að starfa fyrir Ólaf Thors og Co.
En þráir aðeins sólskinið og svolítið af blómum
og syrgir ekki vitund þáhamingju sem dó.

Ég er ei sá, sem hjartað í bænarauðmýkt beygir
og blessar þetta frelsi, sem gerir hjörtun veik. –
Mín trú er bundin hug þess, sem heiðríkjuna eygir
og hamingjuna teygar af lífsins einfaldleik.
Þó á ég lítinn draum, eins og drengir allra stétta
um dreymin meyjaraugu í logagylltum sal,
við músik allra rósa, – rauða vökvann létta,
sem í rauninni er bara til á Spáni og Portúgal.

Og hverja mundi undra þó sál mín sæist detta
í svarta myrkur tímans, ef þráir slíka vist, –
en svona er mín ævi – ég elska bara þetta
og einnig nokkrar melódíur eftir Brahms og Liszt.
Sjá, þessar litlu melódíur, sem líkjast þýðum blænum,
eru leiðarstjörnur mínar, – allt það sem ég kann,
en af þessu er ég talinn óalandi í bænum
og enginn vill mig hýsa nema “blessuð lögreglan”.

Vilhjálmur frá Skáholti


Það var stuttur þáttur um daginn, þarsíðasta sunnudag, um Vilhjálm sem var ágætur, en ég þekkti hann ekkert fyrir, nema nafnið og þessar frægu línur hans. Það var gaman að heyra hans eigin lestur á nokkrum ljóðum – eins að heyra Jón Óskar lesa; ég hafði aldrei heyrt rödd hans. En úr þessum þætti klippti ég tvö lestra Vilhjálms, á ljóðinu hér að ofan og minningarljóðinu um Dúnu.


Ljóð, orkt utangarðs

Dúna, In Memoriam

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]