Sólin, séð allt.
“Felix Guðmundsson, umsjónarmaður Kirkjugarða Reykjavíkur, sá um eftirlitsstörf Stórstúkunnar og fylgdist meðal annars með frambjóðendum í kosningum. Eftirlitshlutverkið var illa þokkað af mörgum og ekki bætti úr skák að Felix var um tíma stjórnarmaður í verkamannafélaginu Dagsbrún og sat einnig í stjórn Alþýðuflokksins. Hann sætti því oft hörðum árásum fyrir störf sín. Eftir að Alþýðuflokkurinn festi kaup á Iðnó varð Felix ráðsmaður þar. Jónas frá Hriflu hélt því fram í blaðagrein að þótt Felix væri í hópi þeirra templara, sem héldu heit sín fyllilega, þá lokaði hann augunum fyrir drykkjuskap á samkomum í Iðnó því hann vissi að annars yrði þunnskipaður bekkrinn. Eftir samkomu í Iðnó varð talsvert eftir af vínflöskum. Felix lét alltaf safna flöskunum saman og henti þeim. Eftirmaður hans í Iðnó leit þessar vínflöskur öðrum augum og seldi þær til að afla húsinu tekna. Felix varð strax uppáhalds skotspónn Spegilsins og birtust margar skopmyndir af honum þar, gjarnan í líki fuglsins Felix.”
Bruggið og bannárin, bls. 102
[muna. bæta inn afhverjinu, uppá framtíðina að gera]
Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]