Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

fimmtudagur, maí 06, 2010

 

Sólin, séð allt.

“Felix Guðmundsson, umsjónarmaður Kirkjugarða Reykjavíkur, sá um eftirlitsstörf Stórstúkunnar og fylgdist meðal annars með frambjóðendum í kosningum. Eftirlitshlutverkið var illa þokkað af mörgum og ekki bætti úr skák að Felix var um tíma stjórnarmaður í verkamannafélaginu Dagsbrún og sat einnig í stjórn Alþýðuflokksins. Hann sætti því oft hörðum árásum fyrir störf sín. Eftir að Alþýðuflokkurinn festi kaup á Iðnó varð Felix ráðsmaður þar. Jónas frá Hriflu hélt því fram í blaðagrein að þótt Felix væri í hópi þeirra templara, sem héldu heit sín fyllilega, þá lokaði hann augunum fyrir drykkjuskap á samkomum í Iðnó því hann vissi að annars yrði þunnskipaður bekkrinn. Eftir samkomu í Iðnó varð talsvert eftir af vínflöskum. Felix lét alltaf safna flöskunum saman og henti þeim. Eftirmaður hans í Iðnó leit þessar vínflöskur öðrum augum og seldi þær til að afla húsinu tekna. Felix varð strax uppáhalds skotspónn Spegilsins og birtust margar skopmyndir af honum þar, gjarnan í líki fuglsins Felix.”

Bruggið og bannárin, bls. 102

[muna. bæta inn afhverjinu, uppá framtíðina að gera]


Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]