Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

sunnudagur, júní 06, 2010

 

Að farga minningu

e. Stefán Hörð Grímsson

Sá sem kemur aftur
er aldrei sá sami
og fór

Sú sem heilsar
er aldrei sú sama
og kvaddi

Ævintýri
eru eldfim
bæði lífs og liðin

Sagnir um öskufall
við endurfundi
hefur margur sannreynt
Tengsl, 1987

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]