Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

þriðjudagur, júní 22, 2010

 

Gamalt meðal

(manifesto)

Það er ekki þegjandalegt í björgum, en enginn hlustar, ekki á aðra í fuglagargi sjálfs sín, allir uppteknir við eigin sillu. Ég stærði mig af því að hlusta og ég heyri en hef ákveðið að þegja að mestu í eintali mínu, segja smá, bara aðeins að segja

Mín er ekki vænst neinsstaðar, ekkert þarfnast mín, enginn staður er án mín. Það sem ég gef er ekki þegið – virði þess ekki til að leggja á sig.

Hafði er horfið og sló brostið.

Hvað getur maður sagt? Hef engum að segja það nema þá þessu (sem ég hélt að væri skinngað orðið! Þennan tíma!). Ég verð hér / aftur / óbreyttur er sagt /eins, bara ögn ógeðslegri með aldrinum / hér / uppá nýtt.

Vanlesinn og svanslös.


Gamalt meðal: einn. – Við því: gamalt meðal; að segja aðeins.

Þetta er skrásetning niðurtalningarinnar. Að endingu ekkert.


Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]