Vernharður Eggertsson, 1936"Ég hefi reiknað það út, með aðstoð framliðinna manna, að eftir tvö jarðlíf, verð ég orðinn svo fullkominn, að ég þarf ekki að deyja frekar en ég vil. En ég býst þó við, að þurfa að skreppa til himnaríkis annað slagið, með skýrslur um hegðun almúgans. Skýrslur um hegðun burgeisana fara ekki til himnaríkis.
Þannig gæti ég haldið áfram að skrifa, endalaust og látlaust, til endimarka tilverunnar. Ég gæti skrifað um víðsjá spekingsins, þröngsjá spegilsins, litsjá málarans, listsjá listamannsins, ritsjá gagnrýnandans og hundgjá hundsins. Ég gæti opnað brunn vizkunnar, og svalað hinum þekkingarþyrstu mannverum, ég gæti dregið hulinsblæju lífsins til hliðar og opinberað hið ósýnilega. Ég gæti haft endaskipti á kjötkötlum einstaklinganna og fyllt þá með úrgangsýsu, ég gæti mettað 5000 og svelt 10.000. Ég gæti umturnað heilu þjóðfélagskipulagi með svo snöggri breytingu, að dauðir risu upp, en lifandi legðust niður. Ég gæti upphafið sjálfan mig á jafnskömmum tíma og ég hefi niðurlægt mig – og þá er mikið sagt.
Hér með lýkur þessari píslarsögu."
Skammirnar – sjóðandi hatrið – réttlætiskenndin (hvað eru krónur?)– blikna fyrir fjörinu og hugmyndaflugi fangans sem mátti ekki reykja. Þarna hefur hann rétt vitnað til Þórbergs og ekkert er nýtt, en gott af samstarfsmanni Al Capone og gistimanni Sing-Sing (kannski!?!), sem hafði farið ótæpilegum eldi um lífskertið, sem kallað er og hlýtur að skiljast, því hélt hann áfram útí eitt, en aðallega til að safna heimildum í stóra verkið.
Sumir segja hann hafa drukknað á smyglskútu við Grænland – en brotajárn var það við Orkney: matsveinn á brotajárnsbát, bækur, blöð, ljóð!
Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]