Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

sunnudagur, júní 20, 2010

 

Í kvöld

Það var enginn áfangastaður í huga mér þegar ég sleppti ruslinu í tunnuna í kvöld. Stóð einn og skyldulaus en langaði að labba eitthvað burt. Ég átti stubb og gekk af stað burt frá öllu sem ég þekki. Í hina áttina, má kalla það.

Það er eitthvað hollt við að ganga þangað sem maður mun hvíla, heilbrigt. „skref fyrir skref...“ osfrv. Það heitir Sólland, þar er gæsaskítur og fuglasöngur, þar eru trékubbar uppúr torfunum sem fella mann næstum á örfá leiðin. Mig vantar vott við bálfararbeiðnina.

Uppað Perlu fór ég á þröngum stíg einsog langt malborið strik. Á hæðinni sá ég vítt land og ljótt. En nú þekki ég ekki stað sem væri mér betur að skapi; ég er hættur með öll Panömu. Ýtir maður bara ekki einhverju drasli upp hæð og rúllar svo oní Sólland? Ein ferð og svona fórún.

Ekki hafði ég séð hersvæðið í áraraðir, þarsem ég fór um með byssur og dúðaður og falinn. Tuggði gúmmíhringina af liðnum hvellum. Þar var fallegt, alveg ofaní svörð, [þe] gengin spor. Þar var allt með kyrrum kjörum – er til friðaðri staður? Ég myndi berjast sem forðum fyrir þessum minjum um allt og sjálfan mig, Þess eina sem stendur eftir, brotið einsog það alltaf var, af áhyggjuleysi mínu og fullkomnu sakleysi: .......................... Minjar úr seinni heimsstyrjöldinni.


Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]