Kem upp með tvo bjóra og tvær Rod Stewart plötur, ég á tvo sígarettupakka. Ég er einn. Það eru tvær dýnur á gólfinu og tveir koddar en ein sæng. Það er einn gluggi, tvískiptur í þakinu. Ef ég opna fer reykurinn út en allur þessi vindur inn. Til mín.
Dauður tími. Ég hef aldrei talað nema úr dauðum tíma.
[Það lagast aldrei neitt daginn eftir. Ívið verra jafnvel - þar í liggur dagamunurinn!]
Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]