Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?
föstudagur, júní 25, 2010
Pete Quaife
Pete Quaife er látinn. Hann var upprunalegi bassaleikari Kinks en hætti í bandinu eftir VGPS - hafði reyndar hætt áður um stundarsakir. Þarmeð er það úr sögunni að Kinks geti komið saman aftur í sínu upprunalega líki. Raunar var það þannig að Kinks voru eina stóra bandið frá þessum tíma, af þessum stóru fjórum amk, sem lánið hafi leikið þannig að allir upprunalegu meðlimirnir lifðu, svo möguleikinn var til staðar.
Mig minnir að allt hafi farið í háaloft þegar Pete skrifaði Daze á demó-spóluna af Days, það var meira en Raymond þoldi. Reyndar er Raymond erfiður með það að þegar einhver hættir í bandinu þá er einsog hann sé skrifaður útúr sögunni, aldrei rætt um þá aftur. En Pete fékk aðeins að lifa, í nostalgískri hugsun Raymonds, sem er næstum alltaf að líta til baka, Pete var þrátt fyrir allt stór hluti af Kinks, þessum upprunalega draumi - og þeim tíma þegar Raymond var venjulegur, eðlilegur.
Það fer ekki beint miklum sögum af hæfileikum Pete á bassann, en þarna var hann, með botninn í Waterloo Sunset, Autumn Alamanc og Animal Farm. Eitthvað sem varð að vera en er ekki einusinni á topp fimmtíu yfir kosti og stjarn þessara þriggja laga.
Indælt RIP til Pete Quaife, moddarans á bassanum í nostalgíutrippinu 'Við erum' Village Green Preservation Society: