Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

þriðjudagur, júlí 06, 2010

 

Það er mikið grátið í Fjallkirkjunni, á hverri opnu fyrstu tveggja bókanna er grátið, sé það þúsund eða eitt tár, hið minnsta eitt vikn sem snúið er undan. Í upphafi þriðju bókar kveður María Mens húsbónda sinn og nýju konuna – "er mikið niðri fyrir, en kemur engu upp, – það drukknar allt saman í gráti."

Auðvitað á María Mens, líklegast ein grátgjarnasta kona bókmennta, sinn stóra skerf af öllum þessum gráti, en eins er Uggi litli það grátgjarnasta barn sem finnst. En nú kveður hún og Uggi veltir fyrir sér hvort tárin séu brynja hennar, hana bíti engin vopn?

Og næsta opna 326ogsjö er sú fyrsta sem ég get verið pollvissum að ekki falli eitt einasta tár.


Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]