Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

mánudagur, júlí 05, 2010

 

"Heilsast og kveðjast, – það er taxtinn."


"Hvað heldurðu, að ég hafi sagt: ég mun aðeins ganga í eitt bindindisfélag, séra Sigbergur, sagði ég, og það heitir Dauðinn. Þá fór hann að hlæja og lét mig eiga mig, því þetta er bezti maður, en ég er bölvaður ... Nei, sjáðu sko, í gröfinni verður þér hvorki boðið upp á tóbak né brennivín, – það er taxtinn."

"Hvað um það: Það er skrifað, sem skrifað er, og einhver hlýtur að geta lesið úr því ... Það verður að halda skikk á hlutunum ... Ef einhver skyldi nú, af misskilningi, deyja á mínu dánardægri, – hvað yrði þá um mig? ... Nei, líttu bara á, það stendur greinilega B.A., – Bjarni Andrésson ... Og þó það kunni að vera ákveðið, að ég eigi að verða úti um nótt að vetrarlagi, þá kæri ég mig ekki um, að því sé ruglað neitt til. Mín forlög fyrir mig, kóngsins fyrir hann, – það er taxtinn."Frá GG um HKL.

Taxti járnsmiðsins. Kann einkar vel við hann, sem er nú úr sögunni og önnur bók hefst.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]