Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

þriðjudagur, júlí 13, 2010

 

Ofkætis frjettir

Hálf fyrsta próf-próförk var næstum komin í hús þegar ég sótti hana áðan, að sjálfsögðu hafði ég gert töluverða feila í dokkinu, eigin blinda og kunnáttuleysi vatt uppá sig með vansælli útkomu. Og þó. En það er minn eigin aumingjaskapur að fokka svo gjarnt upp undir pressu (lélegur stíll). Einna helst stenst ég pressu í körfubolta, en það er samt 50/50 -- hugsa ég muni ofvel og mikli fyrir mér sigurskot á ögurstundu.

Nú sé ég fyrir mér september, lok september, október. Hvað helgar verða langar...

Ljóð, ljóðræna, sögur, sjálfsævisögulegar martraðir, brandarar og greinar í velvakanda. Samlede verker. Múrsteinn.

Annaðhvort byrjun á einhverju, eitthvað til að byggja á; það er lagernum. Ellegar bautasteinn næstum áratugar tilgangsleysis.

Sumt logar, vona ég, en ég veit samt, af sárri raun, hve margt er kolsvart (orðið) af loga þess sem ég reyndi[:

"Time and time again I knew what I was doing

Time and time again I just made things worse..."].

En þetta er ekki próf.


Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]