Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

fimmtudagur, júlí 01, 2010

 

"Ætti ég að fara að hitta vin minn

og spyrja hann um orð

sem eru fögur og valda vonbrigðum?"



Uppfyllti í dag [fimmtudag] skápinn minn af SS bókum - hér eru þær allar, loksins. Og ég er innantómur frekar en eitthvað annað. Ein er þó eftir, bæklingur raunar, sem ég hef einungis heyrt um, aldrei séð, enda ekki til á söfnum frekar en hjá mér eða öðrum.

Mér reiknast til að það séu um tvö ár síðan ég keypti nýja bók í safnið - hef hinsvegar fengið fjöldamörg auka eintök, sem ég hef haldið uppá eða þá gefið. Eins reiknast mér til að söfnunin hafi tekið á fimmta ár. Á þessum tíma hefur margt breyst, karlinn komst í meira mæli á varir manna, þær komu allar út í kössum - þó breyttum útgáfum, sem ég hef aðeins rannsakað muninn á - og síðast en ekki síst, þá hefur verið á þeim hækkað töluvert. Aðrir um það. Meginið var ódýrt raunar, þessi og Óregla dýrastar. Tvíritin er töluverð, spái bandi á einhverjar þeirra.

Í heild eru þetta 38 bindi.

Og ég er engu bættari. Og sný mér að öðru.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]