Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

mánudagur, desember 05, 2011

 

...Brytinn færði mjer matinn sjálfur, því þar var enginn þjónn eða skipsdrengur. – Skipstjórinn átti hund stóran og fallegan. Hann varð mjer til mikillar skemmtunar. Hann var látinn jeta þar inni. Jeg varð ekki lítið forviða við fyrstu máltíðina, þegar skipstjórinn og jeg tendruðum pípur okkar. Þá stökk hundurinn upp á stól, sem stóð við bollaskápinn, tók pípu, sem lá á öskubakka, og sat með hana í öðru kjaftvikinu í nokkrar mínútur og lagði hana svo aftur á bakkann. Þetta gerði hann við hverja máltíð. Margt fleira var skrítilegt við hund þenna. Jeg hef gleymt hvað hann hjet. Hann varð óður og uppvægur, ef hann heyrði Rússa nefnda. Ef hann vildi ekki jeta það, sem skipstjórinn gaf honum, sagði skipstjórinn: “Þá er best að gefa Rússum það.” Þá keptist hundurinn við að jeta, og þótt hann lægi og virtist sofa, þá þaut hann upp með gelti og ólátum, ef jeg sagði: “Jeg held að Rússar sjeu upp á þilfari...

Friðrik Friðriksson, Starfsárin 1

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]