Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

sunnudagur, júlí 31, 2005

 

Mummy, I've been fighting again.

Mummy, I've been fighting again.
Mummy, I've been fighting again.
Fighting again.
Fighting again.


Það vorið, sem ég átti í hvað mestu basli með sjálfan mig, láku ekki nein svör innum móttökin mín, ég var stíflaður. Og, ef það voru svör, einhver svör, storknuðu þau á reyktri, feitri húðinni, kristölluðust á buxunum einsog hor.

Nú kynni eitthvert ykkar að spyrja sig hvernig Skarpi litli þykist vita það, hvernig má það vera, stíflaða fífl? Og ég svaraði á þessa leið:

Á þessu kvöldi, þessu blauta, gráa kvöldi, finn ég bragðið af lausnunum á handlegg þess niðurbrotna andlits sem gleðst í (sólar)ljósi þeirra er hann rétt þekkir í sjón og fasi. Ég entist ekki lengi í óþörfinni að engu, heldur leit ásýn Vonarinnar eftir Kristján Jónson og orðin undir brjóstmynd Þorsteins Erlingssonar á Miklatúni. Nú, á þessu einmennska kvöldi, dríf ég í því, sem er ónefnanlegt, en dreypi því meir, meðan stætt er.

Ég stúka mig af á þessum reyklausa bás, hvar forðum ég mælti – freðinn af reyk einsog drekinn í bókinni, hóstandi grænn af öfund í garð þeirra er ræktuðu hann – og reit, söng og sló taktlaust hnefa í brjóst til að deyja ekki... og, bíðið, skrifa um, leynist; reyk ei en drekk. Eða, ergo. Ég er í gamla herberginu.

Hvar eru tindátarnir mínir?

Þrekið til danss, er ekkert; en ég dansaði á Jonathan Richman. Það var annað en þetta sálarlausa drasl á kaffibarnum, sem ég skakaði mér við vegna bláu augnanna.

Ef Jonathan hefði tekið Roadrunner – 1, 2, 3, 4, 5, 6 – væri hjarta mitt sprungið, svo hann kannski bjargaði mér. Hefði Jonathan tekið Hospital, sem ég valdi um síðustu jól eitt af 10 bestu lögum allra tíma, þá hefði ég grátið, grátið. Því það er fokking satt: ég fer í bakarí á hverjum því mig vantar eitthvað sætt í lífið. Bara eitthvað.

Ég er held ég sé hættur að reyna að þóknast fólki. Því lýg ég. Einu sinni, í nokkur ár og trúið að ég hafi verið leiðinlegur, átti ég ekkert ímynduarafl, því ég ofbauð því, ég ofbauð öðru fólki ímyndurafli og þekkti ekki takmörk annars fólks og þetta annað fólk drap það. Núna á ég ekkert nema það. Án þess er ég ekki nema einn þeirra.

Svörin eru ekki sannari en leiðin að spurningunni. Ég hef ákveðið það. Minn heimur. Eða hef ég það uppúr bók?

Það eru ákveðnar hugmyndir fljótandi inní mér, ég kúgast af þeim. Tár eru að komast ekki heim að gráta, það eru tárin.

Ó, er ég ekki viðkvæmur og spennandi! Svona opinberandi mig, svona heitur á svona ísjökulköldu kvöldi. Svona seinn að læsa. Svona einn.

Svona þrár.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Ummæli [Atom]