Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

fimmtudagur, október 27, 2005

 

There’s a Tesco on the sacred ground,

where I pulled her knickers down.
pogues, Rain Street

Það er bensínstöð, þarsem ég fór í byssó.

Segir kúrekinn í hjartanu og grætur mildum gleðitárum, sæt lykt púðurstrimilsins egnir hann og tungan sleikir brunninn hvellinn.

Það er gímald, hvar ég eitt sinn stóð. "Sailing to sadder shores..." hverfur það í bláröndina... Bakkandi alltaf, ég.

En, einsog þeir segja, Grikkirnir, þú veist ekkert nema það liðna. Og hljóðneminn ber þakkir útum allt.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Ummæli [Atom]