& allt er sokkið sem flaut fyrrmeir fyrnt máð burt gleymt
í víðáttum hugans þar hrærist varla skuggi
ég held jafnvel þar sé naumast lengur reimtÞegar lyfturnar í blokkinni bila, Megas.
Ég hef borðað átta epli síðan seinast og legið í tómarúminu, helvíti góður bara.
Á hádegi dró ég mig heim úr vinnu og gúglaði glam orð. Systir mín, sjö ára, kom svo óvænt heim og opnaði með eigin lyklum. "Ert þú með lykla?" Galopin augu og langdregið: Já! Fagnandi armar sem kuðluðust undan ofstórri skólatöskunni vöktu mér bros, þegar hún reyndi að koma þeim í töskuna með hana enn á bakinu. Fimleika atriði af öllum sortum fylgdu svo auðvitað í kjölfarið, kollhnísar, splitt og fleira sem ég kann ekki að nefna.
"Sjáðu, sjáðu!"
Það er svona gleði sem heillar mig. Mín gleði á ég við, að gleðjast yfir einhverju svo lítilfjörlegu sem þessi auto læti Sigurlaugar eru.
Ég er svo glaður, svo ofsa, ofsa glaður.
>