Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

fimmtudagur, október 11, 2012

 

Berkla-draumar

Hreinn Pálsson - Kolbrún (2:38)
Uppáhald stelpnanna á Vífilstaðahælinu.
Hannes Hafstein þýðir Bertel úr dönsku, lagið þjóðlag segir kredit. -- Hljóðritað milli '30 og '32.

mánudagur, september 03, 2012

 

Endurskrifa ljóð við Tjörnina
— bara bendifingur á mig.

fimmtudagur, maí 17, 2012

 

Drive for FiveEdit: WTF gerðist!

laugardagur, maí 12, 2012

 

Skúraskin


Því, sem er, var ekki
skipað að vera, það varð.

Og veit ekki hvernig.

Í morgun rigndi;
ég sá þig og nú skín sól.

Að óvörum, óvart
steig mynd inn í mannshug.

Ég ætlaðist raunar
fátt fyrir

en veröld varð, og hún er.


Þorsteinn frá Hamri, úr Allt kom það nær 

þriðjudagur, maí 01, 2012

 

Og


mörg ár líða skjótt
orðljót og gefins —
einhverntíma
viðurkenndu það
varstu efins.

fimmtudagur, apríl 26, 2012

 

Sorglegheit


föstudagur, mars 30, 2012

 

Ég trúi enn ekki gervi-grasinu sem liggur þvert á gamla malarvöllinn.


föstudagur, febrúar 10, 2012

 

Stakes eru high


„Vilhjálmur skarlat er í skelinni sinni núna og hlakkar til jólanna einsog krakki, líður inní kyrrlátt rökkur þjóðlegra sagna, fornra lífshátta og skáldlegra dægra í gömlum og góðum skruddum þarsem letrið og pappírinn skiptir líka máli fyrir skapið og fíngurna einsog misjafnlega vænn borðviður í húsum og líkkistum. Úr þessum heimi talar hann til okkar. Huldufólkssögur og önnur afspreingi kynlegrar reynslu, svo sem vasaglös sem örfátækir prestar eiga og geyma næturlángt í holum undir steini nokkrum við túnbrotið í Gróugerði, og eru full af ódáinsveigum að morgni, eru þá í huganum slúngin alvarlegri dul og spurníngum. Hversu margur afneitar ekki eða skellir skollaeyrum við frumstæðum hugmyndum sem ekki samhæfast því sem honum var kennt um lögmál efnisheimsins? Það er lítil frægð. Sá hinn sami er eins vís til að afgreiða áþreifanlegasta og hroðalegasta samtíðarveruleika á svipaðan hátt, eða í mesta lagi einsog óþægilega höfuðsótt. Það er sama kalda einkaraunsæið; hann hefur farsælt einkavit fyrir sjálfum sér, býr með það í sínu einkahreiðri, flækir sér hvorki í ímyndun né veruleika, og heldur áfram að gánga hrínginn í kríngum sinn einiberjarunn og þylja sama stefið: Ég er heilbrigður, upplýstur nútímaborgari; það er ekkert að mér. Merkilegur er mannshugurinn; hann er ekki bara efni í flárátt skop einsog við vill brenna yfir skálum og innan um marga. Yfir skálum gerist náttúrulega margt. Yfir skálum hefur Vilhjálmur sagt hrikalegar sögur [...]“


Haust í Skírisskógi p 168-169

— — —
De La Soul-svartar leturbreytingar mína.

þriðjudagur, febrúar 07, 2012

 


Ég gogola þig.


fimmtudagur, janúar 12, 2012

 

Känn ingen sorg för mig Göteborg


þriðjudagur, janúar 10, 2012

 
Yfirdráttur daganna


sunnudagur, janúar 08, 2012

 

(Hæku)Rækjusamlokublús

Ég er löggiltur hálfviti

hlusta á Baggalút og Hjálma –

bölva haglélinu í bílnumFyrsta tilraun

miðvikudagur, desember 07, 2011

 

"Steindepillinn

leitar lags eins og ég

með litlu hljóðfæri

undir stórum himni"

Bergsveinn Birgisson, Drauganet

Þessar fjórar góðu línur gera litla bók að doðranti. Fyrirsögn gæti verið afli eða álíka en sleppum því.


mánudagur, desember 05, 2011

 

...Brytinn færði mjer matinn sjálfur, því þar var enginn þjónn eða skipsdrengur. – Skipstjórinn átti hund stóran og fallegan. Hann varð mjer til mikillar skemmtunar. Hann var látinn jeta þar inni. Jeg varð ekki lítið forviða við fyrstu máltíðina, þegar skipstjórinn og jeg tendruðum pípur okkar. Þá stökk hundurinn upp á stól, sem stóð við bollaskápinn, tók pípu, sem lá á öskubakka, og sat með hana í öðru kjaftvikinu í nokkrar mínútur og lagði hana svo aftur á bakkann. Þetta gerði hann við hverja máltíð. Margt fleira var skrítilegt við hund þenna. Jeg hef gleymt hvað hann hjet. Hann varð óður og uppvægur, ef hann heyrði Rússa nefnda. Ef hann vildi ekki jeta það, sem skipstjórinn gaf honum, sagði skipstjórinn: “Þá er best að gefa Rússum það.” Þá keptist hundurinn við að jeta, og þótt hann lægi og virtist sofa, þá þaut hann upp með gelti og ólátum, ef jeg sagði: “Jeg held að Rússar sjeu upp á þilfari...

Friðrik Friðriksson, Starfsárin 1

fimmtudagur, desember 01, 2011

 

Sex rammar


þriðjudagur, nóvember 15, 2011

 

"...faðir Gunnlaugs, þess sem draugurinn drap..."


Ættir Austfirðinga, I bindi

Og ógiftir, barnlausir krypplingar inní runum af, þá, risum, af forfeðrum. Má segja svona?

Ef einhver á að trúa?


mánudagur, október 24, 2011

 

Kl. 4:04

Jón Kalman galdramann


mánudagur, október 04, 2010

 


Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]